Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   lau 04. janúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Albert og félagar taka á móti Napoli
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Það eru þrír leikir á dagskrá í efstu deild ítalska boltans í dag þar sem tvö Íslendingalið mæta til leiks.

Venezia á fyrsta leik dagsins gegn Empoli en Mikael Egill Ellertsson og Bjarki Steinn Bjarkason eru á mála hjá félaginu og hefur Mikael verið að fá mikinn spiltíma á tímabilinu.

Fiorentina tekur svo á móti Napoli í toppbaráttunni þar sem Albert Guðmundsson gæti verið í byrjunarliði heimamanna gegn ógnarsterkum andstæðingum.

Það eru níu stig sem skilja Napoli að frá Fiorentina í toppbaráttunni, en Fiorentina á leik til góða. Sigur í dag kemur Fiorentina upp í Meistaradeildarsæti.

Verona og Udinese eigast að lokum við í síðasta leik dagsins.

Leikir dagisns:
14:00 Venezia - Empoli
17:00 Fiorentina - Napoli
19:45 Verona - Udinese
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 19 14 2 3 30 12 +18 44
2 Atalanta 18 13 2 3 43 20 +23 41
3 Inter 17 12 4 1 45 15 +30 40
4 Lazio 19 11 2 6 33 27 +6 35
5 Juventus 18 7 11 0 30 15 +15 32
6 Fiorentina 18 9 5 4 31 18 +13 32
7 Bologna 17 7 7 3 25 21 +4 28
8 Milan 17 7 6 4 26 17 +9 27
9 Udinese 19 7 4 8 23 28 -5 25
10 Roma 19 6 5 8 26 24 +2 23
11 Torino 19 5 6 8 19 24 -5 21
12 Empoli 19 4 8 7 18 22 -4 20
13 Genoa 19 4 8 7 16 27 -11 20
14 Parma 19 4 7 8 25 34 -9 19
15 Verona 19 6 1 12 24 42 -18 19
16 Como 18 4 6 8 20 30 -10 18
17 Cagliari 19 4 5 10 18 32 -14 17
18 Lecce 19 4 5 10 11 31 -20 17
19 Venezia 19 3 5 11 18 32 -14 14
20 Monza 19 1 7 11 17 27 -10 10
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner