La Liga og spænska fótboltasambandið (RFEF) hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skráningu þeirra Dani Olmo og Pau Victor hjá Barcelona, en þar kemur fram að beiðni Börsunga hefur verið hafnað.
Spænska félagið gat aðeins skráð Olmo og Victor út árið vegna fjárhagsvandræða.
Olmo var fenginn frá Leipzig síðasta sumar eftir stórkostleg Evrópumót með Spánverjum á meðan Victor kom frá Girona.
Börsungar reyndu ýmislegt til að skrá Olmo og Victor undir lok síðasta árs en án árangurs.
LA Liga og fótboltasamband Spánar hafa nú staðfest að beiðni Barcelona hefur verið hafnað og er því spænska stórveldið á leið með málið fyrir dómstóla.
Það skal hafa í huga að ef Barcelona tapar málinu getur Olmo farið frítt frá félaginu en hann hefur verið orðaður við Manchester-liðin og fleiri stórlið í Evrópu.
Einnig þyrfti Barcelona að greiða 48 milljóna evra kaupverðið fyrir Olmo og allan samning leikmannsins sem gildir til 2030.
?????? OFFICIAL: La Liga and Spanish Federation RFEF have jointly decided to REJECT Dani Olmo and Pau Victor's registrations for Barcelona.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2025
Barcelona will go to court. ?? pic.twitter.com/eW1Y8OHNir
Athugasemdir