Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   lau 04. janúar 2025 13:50
Brynjar Ingi Erluson
La Liga og spænska fótboltasambandið hafna skráningu Olmo og Victor - Málið fer fyrir dómstóla
Mynd: Getty Images
La Liga og spænska fótboltasambandið (RFEF) hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skráningu þeirra Dani Olmo og Pau Victor hjá Barcelona, en þar kemur fram að beiðni Börsunga hefur verið hafnað.

Spænska félagið gat aðeins skráð Olmo og Victor út árið vegna fjárhagsvandræða.

Olmo var fenginn frá Leipzig síðasta sumar eftir stórkostleg Evrópumót með Spánverjum á meðan Victor kom frá Girona.

Börsungar reyndu ýmislegt til að skrá Olmo og Victor undir lok síðasta árs en án árangurs.

LA Liga og fótboltasamband Spánar hafa nú staðfest að beiðni Barcelona hefur verið hafnað og er því spænska stórveldið á leið með málið fyrir dómstóla.

Það skal hafa í huga að ef Barcelona tapar málinu getur Olmo farið frítt frá félaginu en hann hefur verið orðaður við Manchester-liðin og fleiri stórlið í Evrópu.

Einnig þyrfti Barcelona að greiða 48 milljóna evra kaupverðið fyrir Olmo og allan samning leikmannsins sem gildir til 2030.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner