Framtíð Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool er í mikilli óvissu en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar.
Liverpool virðist ekki vera flýta sér að græja samningamál en Virgil van Dijk og Mohamed Salah hafa ekki fengið ásættanleg tilboð frá liðinu í það minnsta.
Mirror greinir frá því að Alexander-Arnold er búinn að fá tilboð frá Liverpool en það hljóðar upp á 300 þúsund pund á viku næstu fimm árin.
Hann hefur fengið svipað tilboð frá Real Madrid en hann mun þá líklega fá ansi háan bónus við það eitt að skrifa undir samning við spænska liðið.
Athugasemdir