Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd framlengir samningi Harry Maguire - „Okkur skortir leiðtoga“
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi varnarmannsins Harry Maguire og framlengja hann um eitt ár. Maguire er nú bundinn til 2026.

„Við erum ánægðir með að halda áfram með Harry. Hann þarf að stíga upp sem leiðtogi því við þurfum leiðtoga á vellinum," segir Rúben Amorim, stjóri Manchester United.

„Hann hefur gengið í gegnum erfiða tíma með félaginu en höndlað það vel. Okkur skortir leiðtoga, hann er leiðtogi og þarf að bæta sig enn frekar í þeim þætti og hann þarf að hjálpa okkur að bæta leik okkar."

Maguire er 31 árs og hefur verið hjá Manchester United síðan hann kom frá Leicester 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner