Manchester City vann góðan sigur á West Ham í dag og hefur unnið tvo leiki í röð eftir hræðilegt gengi fyrir áramót.
Pep Guardiola fer þó ekki fram úr sér og segir að liðið sé ekki enn upp á sitt besta.
„Ég er svo ánægður og mun sofa betur fram að næsta leik. Ég var spurður að því hvort gamla City væri mætt aftur, nei, við erum ekki komnir þangað. Það er ekki af því að það er hræðilegt þegar við töpum og dagurinn í dag var stórkostlegur," sagði Guardiola.
„Við spiluðum mun betur gegn Everton en töpuðum stigum. Éeg er ánægður því Savinho tók frábærar ákvarðanir. Haaland skoraði tvö mörk og menn hlupu. Ef þú spyrð mig hvort liðið sé að spila eins og í fyrra: Alls ekki."
Savinho gekk til liðs við félagið frá Girona í sumar. Hann lagði upp þrjú mörk í dag en Guardiola segir að hann sé hættur að ofhugsa hlutina.
„Þegar menn eru búnir að vera hérna lengi halda þeir að þeir eigi eitthvað sérstakt skilið fyrir það sem þeir hafa gert. Það eru stór mistök, þú þarft að sanna þig aftur og aftur. Savinho hefur engu að tapa," sagði Guardiola.
„Hann er gamaldags, vinstri fótur á vinstri kanti og hægri fótur á hægri kanti, svona fyrirgjafir hjálpa framherjunum sem við erum með. Hann getur bætt sig mikið, hann er ekki nógu áræðinn án boltans en núna er hann með eitthvað sérstakt sem hjálpar liðinu."
Athugasemdir