Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   lau 04. janúar 2025 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Argentínskur vinstri bakvörður á leið til Bournemouth - Er Kerkez á förum?
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth er að ganga frá kaupum á argentínska vinstri bakverðinum Julio Soler en hann kemur frá Lanus í heimalandinu. Þetta segir Fabrizio Romano á X.

Bournemouth er farið að undirbúa líf eftir Milos Kerkez, sem hefur verið orðaður við Liverpool og Manchester United síðustu vikur og er Soler greinilega maðurinn sem á að taka við keflinu af þeim ungverska.

Soler er talinn gríðarlegt efni fyrir framtíðina og passar vel inn í hugmyndafræði Bournemouth.

Viðræður hafa gengið nokkuð hratt fyrir sig og vonast Bournemouth til að ganga frá þeim á næstu dögum. Fabrizio Romano segir „Here we go!“ og eru því félagaskiptin svo gott sem klár.

Soler, sem verður tvítugur í febrúar, spilaði sinn fyrsta leik með Lanus árið 2022 þá aðeins 17 ára gamall, en áður var hann orðaður við bæði Liverpool og Man Utd.

Hann spilaði fjóra leiki með argentínska landsliðinu á Ólympíuleikunum á síðasta ári og á alls níu leiki með yngri landsliðunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner