Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   lau 04. janúar 2025 10:21
Brynjar Ingi Erluson
Man City berst um landsliðsmann Úsbekistan - Liverpool hafnar tveimur tilboðum
Powerade
Man City vill fá landsliðsmann Úsbekistan
Man City vill fá landsliðsmann Úsbekistan
Mynd: Getty Images
Tvö félög vilja Ben Doak frá Liverpool
Tvö félög vilja Ben Doak frá Liverpool
Mynd: Getty Images
Arsenal er komið í baráttuna um Cunha
Arsenal er komið í baráttuna um Cunha
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðurpakkanum á þessum fína laugardegi en Ben Doak, leikmaður Liverpool, kemur mikið við sögu og þá er Manchester City að skoða landsliðsmann Úsbekistan.

Manchester City er komið í baráttuna um hinn 20 ára gamla varnarmann Lens í Frakklandi, Abdukodir Khusanov, en hann kemur frá Úsbekistan. (Telegraph)

Liverpool hefur hafnað 15 milljóna punda tilboði Crystal Palace í skoska vængmanninn Ben Doak (19, sem er á láni hjá Middlesbrough. (Times)

Félagið hefur einnig hafnað 16 milljóna punda tilboði Ipswich Town í Doak og væri það helst til í að leikmaðurinn verði áfram hjá Middlesbrough út þessa leiktíð. (Athletic)

Liverpool vill 30 milljónir punda fyrir Doak. (Independent)

Arsenal er að skoða möguleikann á að fá Matheus Cunha (25), leikmann Wolves í janúar. (Football Insider)

Wolves ætlar að reyna halda Cunha og er nú að vinna í því að framlengja samning Brasilíumannsins. (Mail)

Tékkneska félagið Slavía Prag hefur hafnað 12,4 milljóna punda tilboði Crystal Palace í senegalska bakvörðinn El Hadji Malick Diouf. (Foot Mercato)

Napoli hefur lýst yfir áhuga á Carney Chukwuemeka (18), leikmanni Chelsea, en enska félagið metur hann á 30 milljónir punda. (Teamtalk)

Sádi arabíska félagið Al Shabab er bjartsýnt á að geta náð samkomulagi um Mario Lemina (31), leikmanni Wolves og Gabon. (Rudy Galetti)

Allt stefnir í að Newcastle skili hagnaði í fyrsta sinn í fimm ár, en félagið mun samt þurfa að selja leikmenn áður en það getur keypt nýja leikmenn. (The i)

Wolves vonast til þess að ganga frá kaupum á Emmanuel Agbdaou (27), varnarmanni Reims í Frakklandi, snemma í næstu viku. (Telegraph)

Keane Lewis-Potter (23), vængmaður Brentford, er nálægt því að framlengja samning sinn við félagið. (Athletic)

Tyrkneska félagið Trabzonspor vill fá Paul Onuachu (30), framherja Southampton, en félagið er aðeins tilbúið að greiða 4,2 milljónir punda. Southampton vill 8,3 milljónir punda fyrir Nígeríumanninn. (Gunebakis)

Skoska félagið St. Johnstone vill fá Calvin Ramsay (21), hægri bakvörð Liverpool, á láni. (Courier)

Leeds United er reiðubúið að bjóða í Ben Sheaf (26), leikmann Coventry City, en talið er að félagið vilji um 8 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Leeds United News)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner