Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   lau 04. janúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Meret og Lobotka að semja við Napoli - Vilja miðvörð frá Chelsea
Alex Meret er einn af betri markvörðum ítölsku deildarinnar og mun hann spila áfram á milli stanga Napoli.
Alex Meret er einn af betri markvörðum ítölsku deildarinnar og mun hann spila áfram á milli stanga Napoli.
Mynd: Getty Images
Ítalska stórliðið Napoli er að horfa til framtíðar og er að semja við tvo mikilvæga hlekki liðsins undir stjórn Antonio Conte.

Markvörðurinn Alex Meret er búinn að skrifa undir samning sem gildir út næsta keppnistímabil, eða þar til í júní 2026.

Núna er félagið í viðræðum við slóvakíska miðjumanninn Stanislav Lobotka sem er næstur í röðinni að gera nýjan samning.

Napoli er einnig að skoða að styrkja hópinn í janúar og er félagið orðað við Renato Veiga, 21 árs portúgalskan miðvörð sem er samningsbundinn Chelsea.

Napoli er eitt af mörgum félögum sem vill fá Veiga á láni frá enska stórveldinu, en mögulegt er að leikmaðurinn fái spiltíma hjá Chelsea undir stjórn Enzo Maresca og verði því ekki lánaður út.
Athugasemdir
banner
banner
banner