Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   lau 04. janúar 2025 16:16
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Sprellimark er Venezia gerði jafntefli við Empoli
Mynd: EPA
Venezia 1 - 1 Empoli
1-0 Joel Pohjanpalo ('5 )
1-1 Sebastiano Esposito ('32 )

Íslendingalið Venezia gerði 1-1 jafntefli við Empoli í Seríu A á Ítalíu í dag.

Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia í leiknum en Bjarki Steinn Bjarkason varamaður.

Finnski framherjinn Joel Pohjanpalo kom Venezia yfir með stórfurðulegu marki á 5. mínútu. Boltinn kom til baka á Devis Vasquez, markvörð Empoli, sem ætlaði að hreinsa, en það vildi ekki betur en svo að boltinn fór af bakinu á Pohjanpalo sem kom í pressuna, yfir Vasquez og í netið.

Hræðilegt mistök hjá Vasquez en Empoli tókst að svara þegar stundarfjórðungur var eftir af fyrri hálfleik.

Lorenzo Colombo gerði allt rétt. Hann hljóp inn á langa sendingu inn fyrir, lék sér með boltann áður en hann sendi hann fyrir Sebastiano Esposito sem skoraði af stuttu færi.

Bæði lið gátu skorað fleiri mörk fyrir lok fyrri hálfleiks en gerðu ekki. Í síðari hálfleiknum átti Filip Stankovic mikilvæga vörslu frá Colombo og sá til þess að Venezia tæki stig úr leiknum.

Venezia er í næst neðsta sæti með 14 stig en Empoli í 12. sæti með 20 stig.

Kristófer Jónsson byrjaði þá í 3-0 sigri Triestina á Union Clodiense í C-deildinni. Þetta var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum og er liðið nú með 16 stig í í næst neðsta sæti A-riðils.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 19 14 2 3 30 12 +18 44
2 Atalanta 18 13 2 3 43 20 +23 41
3 Inter 17 12 4 1 45 15 +30 40
4 Lazio 19 11 2 6 33 27 +6 35
5 Juventus 18 7 11 0 30 15 +15 32
6 Fiorentina 18 9 5 4 31 18 +13 32
7 Bologna 17 7 7 3 25 21 +4 28
8 Milan 17 7 6 4 26 17 +9 27
9 Udinese 19 7 4 8 23 28 -5 25
10 Roma 19 6 5 8 26 24 +2 23
11 Torino 19 5 6 8 19 24 -5 21
12 Empoli 19 4 8 7 18 22 -4 20
13 Genoa 19 4 8 7 16 27 -11 20
14 Parma 19 4 7 8 25 34 -9 19
15 Verona 19 6 1 12 24 42 -18 19
16 Como 18 4 6 8 20 30 -10 18
17 Cagliari 19 4 5 10 18 32 -14 17
18 Lecce 19 4 5 10 11 31 -20 17
19 Venezia 19 3 5 11 18 32 -14 14
20 Monza 19 1 7 11 17 27 -10 10
Athugasemdir
banner
banner
banner