Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Flick um Olmo: Enginn hérna sáttur með stöðuna
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Hansi Flick þjálfari Barcelona er ekki ánægður með stöðuna sem er komin upp varðandi leikmenn liðsins Dani Olmo og Pau Víctor sem hafa misst leikheimild sína í spænsku deildinni.

Barcelona fékk sérstaka undanþágu frá La Liga til að skrá Olmo og Víctor til leiks síðasta haust en sú undanþága er runnin út og þurfa Börsungar að hagræða launamálum sínum til að skrá nýja leikmenn.

Félagið taldi sig hafa fundið lausnina þegar það seldi VIP sæti á Camp Nou heimavelli Barcelona fyrir háa upphæð, en óljóst er hvort það muni gilda. Önnur félög spænsku deildarinnar hafa kvartað til stjórnar La Liga og hótað því að skrá sig úr deildinni ef Víctor og Olmo fá leikheimild.

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá er ég ekki sáttur með stöðuna og það eru leikmenn ekki heldur. Við verðum að samþykkja að málin standa svona. Við erum atvinnumenn. Við spilum fótbolta, ég þjálfa liðið og félagið sinnir svona málum. Þetta er ekki eitthvað sem ég hef neina stjórn á," segir Flick.

„Við höfum trú á að þetta muni fara vel en við getum ekki vitað það fyrr en ákvörðun verður tekin í málinu."

Boltinn er hjá Joan Laporta forseta Barcelona og stjórnendum félagsins sem vinna hörðum höndum að því að sannfæra stjórn La Liga um að leyfa skráningu á Olmo og Víctor.

Takist ekki að skrá leikmennina neyðist Barcelona til að lána þá út eða selja fyrir næstu mánaðamót, ekki nema leikmennirnir vilji vera áfram hjá félaginu án þess að spila í deildarkeppninni.
Athugasemdir
banner