Botnlið ensku úrvalsdeildarinnar Southampton er búið að krækja sér í nýjan vinstri bakvörð til að hjálpa sér í fallbaráttunni.
Sá heitir Welington og kemur úr röðum Sao Paulo í Brasilíu þar sem hann var mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu.
Welington er 23 ára gamall og kemur til Southampton á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Sao Paulo rann út.
Ekki er greint frá því hversu langan samning Welington gerir við enska félagið en hann er einn af fjórum vinstri bakvörðum félagsins, ásamt Ryan Manning, Juan Larios og Charlie Taylor.
We are pleased to formally complete the signing of Brazilian defender Welington ????
— Southampton FC (@SouthamptonFC) January 3, 2025
Athugasemdir