Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 22:57
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti ósáttur með spjaldið - Vinícius baðst afsökunar
Mynd: Af netinu
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti svaraði spurningum eftir magnaðan endurkomusigur Real Madrid gegn Valencia í efstu deild spænska boltans í kvöld.

Valencia leiddi 1-0 langstærsta hluta leiksins og fékk Vinícius Júnior, stjörnuleikmaður Real Madrid, beint rautt spjald á 79. mínútu eftir að Jude Bellingham hafði klúðrað vítaspyrnu og Kylian Mbappé fengið mark dæmt af vegna naumrar rangstöðu.

Vinícius fékk rauða spjaldið fyrir að bregðast við ögrun markvarðar Valencia með því að leggja hendur á hann. Markvörðurinn lá eftir í grasinu til að tryggja að VAR-teymið myndi skoða atvikið og varð niðurstaðan sú að brasilíski kantmaðurinn var rekinn af velli.

Vinícius brást mjög illa við rauða spjaldinu og ætlaði að ráðast að dómaranum til að byrja með, en hann var búinn að róa sig niður að leikslokum.

„Ég vil biðjast afsökunar á hegðun minni og senda þakkir til liðsfélaganna!" sagði hann eftir lokaflautið.

Ancelotti var spurður út í rauða spjaldið að leikslokum og var alls ekki sáttur með það. Hann kom Vinícius til varnar og segir að félagið muni áfrýja þessum dómi.

„Þetta átti aldrei að vera rautt spjald á Vinicius Jr. Við munum áfrýja þessu. Markvörðurinn ýtti í hann og Vini svaraði. Þetta er gult spjald á báða leikmenn og búið mál," sagði Ancelotti.

   03.01.2025 21:47
Ótrúlegar senur í Valencia: Vinícius rekinn af velli


   03.01.2025 22:08
Spánn: Tíu Madrídingar með ótrúlega endurkomu

Athugasemdir
banner
banner
banner