Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   lau 04. janúar 2025 15:06
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Plymouth tókst að kreista út stig gegn Stoke
Plymouth gerði jafntefli annan leikinn í röð
Plymouth gerði jafntefli annan leikinn í röð
Mynd: Getty Images
Plymouth gerði jafntefli annan leikinn í röð er liðið heimsótti Stoke í ensku B-deildinni í dag.

Liðið var að spila annan leik sinn án Wayne Rooney sem var látinn fara undir lok síðasta árs.

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var enn og aftur ónotaður varamaður á bekknum er liðsfélagar hans náðu að kreista út stig á erfiðum útivelli.

Plymouth átti ekki mörg færi í leiknum og virtist afar ánægt með að landa einu stigi á meðan Stoke átti átján tilraunir og aðeins þrjár sem fóru á markið.

Þetta stig gæti gert mikið fyrir Plymouth síðar á tímabilinu en liðið er samt áfram á botninum með 20 stig á meðan Stoke er í 18. sæti með 27 stig.

Swansea gerði 1-1 jafntefli við WBA. Velski reynsluboltinn Joe Allen skoraði jöfnunarmark Swansea undir lok leiks.

Blackburn Rovers var þá án Arnórs Sigurðssonar er liðið tapaði fyrir Burnley, 1-0. Burnley er í öðru sæti með 52 stig, eins og topplið Leeds, en Blackburn í 7. sæti með 39 stig.

Stoke City 0 - 0 Plymouth

Swansea 1 - 1 West Brom
0-1 Tom Fellows ('66 )
1-1 Joe Allen ('90 )

Blackburn 0 - 1 Burnley
0-1 Zian Flemming ('60 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 26 15 8 3 48 19 +29 53
2 Burnley 26 14 10 2 31 9 +22 52
3 Sheffield Utd 26 16 6 4 36 17 +19 52
4 Sunderland 26 14 8 4 39 22 +17 50
5 Middlesbrough 26 11 8 7 43 32 +11 41
6 West Brom 26 9 13 4 32 21 +11 40
7 Blackburn 25 11 6 8 28 23 +5 39
8 Bristol City 26 9 10 7 33 30 +3 37
9 Watford 25 11 4 10 35 36 -1 37
10 Sheff Wed 26 10 7 9 38 40 -2 37
11 Norwich 26 9 9 8 43 37 +6 36
12 Swansea 26 9 7 10 30 30 0 34
13 Millwall 25 7 9 9 24 23 +1 30
14 Preston NE 26 6 12 8 28 34 -6 30
15 Coventry 26 7 8 11 34 37 -3 29
16 QPR 25 6 11 8 27 33 -6 29
17 Oxford United 25 7 7 11 28 40 -12 28
18 Derby County 26 7 6 13 31 35 -4 27
19 Stoke City 26 6 9 11 24 32 -8 27
20 Luton 25 7 4 14 26 42 -16 25
21 Portsmouth 24 5 8 11 30 41 -11 23
22 Hull City 26 5 8 13 25 36 -11 23
23 Cardiff City 25 5 8 12 25 40 -15 23
24 Plymouth 25 4 8 13 24 53 -29 20
Athugasemdir
banner
banner
banner