Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   lau 04. janúar 2025 12:53
Brynjar Ingi Erluson
Liðsfélagi Orra lánaður til Valencia (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Sociedad hefur lánað sóknarmanninn Umar Sadiq til botnbaráttuliðs Valencia út þessa leiktíð.

Sadiq er 27 ára gamall Nígeríumaður sem kom til Sociedad frá Almería fyrir tveimur árum.

Hann hefur ekki alveg fundið sig í framlínunni hjá liðinu á þessu tímabili og ekki tekist að skora í þeim ellefu leikjum sem hann hefur spilað. Sadiq hefur verið í samkeppni við landsliðsmanninn Orra Stein Óskarsson, sem kom til Sociedad í síðasta glugga.

Framherjinn hefur ekki komið við sögu í síðustu þremur deildarleikjum og ákvað Sociedad því að lána hann til Valencia, þar sem kraftar hans eru líklega betur nýttir.

Valencia staðfesti komu hans í dag en Sadiq gerir lánssamning út tímabilið.

Liðið er í næst neðsta sæti La Liga með 12 stig.


Athugasemdir
banner
banner