Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool hafnar tilboðum í Ben Doak
Mynd: EPA
Crystal Palace og Ipswich Town hafa sett sig í samband við Liverpool síðustu daga til að reyna að krækja í kantmanninn efnilega Ben Doak. Bæði félög lögðu fram kauptilboð í leikmanninn sem Liverpool hafnaði.

Doak er hægri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað á vinstri kanti og hefur verið að gera flotta hluti á láni hjá Middlesbrough á fyrri hluta tímabils.

Hinn 19 ára gamli Doak er búinn að skora tvö mörk og gefa fimm stoðsendingar í 20 leikjum í Championship deildinni og hefur vakið verðskuldaða athygli á sér.

Samkvæmt frétt Sky Sports er Liverpool einungis reiðubúið til að selja Doak fyrir rétta upphæð, en ekki er tekið fram hversu há hún gæti verið.

Talið er að Doak sé helsta skotmark Crystal Palace í janúarglugganum en Liverpool hefur einnig hafnað tilboðum frá félögum utan landsteinanna.
Athugasemdir
banner
banner