Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cecilía orðuð við nokkur af stærstu félögum heims
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur verið að gera virkilega flotta hluti á láni með Inter á Ítalíu.

Hún hefur gert vel í því að koma til baka eftir meiðsli og var hún valin í lið ársins á Ítalíu á dögunum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur frammistaða Cecilíu vakið athygli nokkurra af stærstu félagsliðum heims.

Cecilía er samningsbundin Bayern München sem vill framlengja samning hennar en Inter hefur áhuga á að fá hana alfarið í sínar raðir.

Juventus, toppliðið á Ítalíu, hefur þá áhuga á henni og það sama má segja um risafélögin Real Madrid á Spáni og Chelsea og Manchester United á Englandi.

Cecilía er aðeins 21 árs gömul og er í baráttu við Fanneyju Ingu Birkisdóttur um byrjunarliðsstöðuna í landsliðinu. Þær eru báðar gríðarlega efnilegar.
Athugasemdir
banner
banner
banner