Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 13:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zirkzee væri „búinn" ef Sir Alex væri enn stjóri Man Utd
Joshua Zirkzee.
Joshua Zirkzee.
Mynd: EPA
Ben Foster, fyrrum markvörður Manchester United, telur að ferill Joshua Zirkzee hjá United væri búinn ef Sir Alex Ferguson væri enn stjóri liðsins.

Man Utd tapaði 2-0 gegn Newcastle í síðasta leik sínum árið 2024 en eftir hálftíma leik var Zirkzee tekinn af velli.

Zirkzee var eðlilega ekki ánægður og ákvað að fara beint inn í klefa en kom síðar aftur út og settist á bekkinn. Það var baulað á Zirkzee þegar hann hljóp inn í klefa.

„Ef Alex Ferguson hefði verið stjóri þarna, þá væri leikmaðurinn bara búinn," sagði Foster í hlaðvarpi sínu.

„Ef þú hefðir gert þetta hjá honum, þá værir þú búinn. Ég lofa þér því. Ég er viss um að einhver hafi farið inn í búningsklefa og sagt við hann að þetta væri ekki í lagi."

Zirkzee var keyptur til Man Utd frá Bologna á Ítalíu síðasta sumar og hefur valdið miklum vonbrigðum til þessa hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner