Alejandro Garnacho og Marcus Rashford voru ekki í leikmannahópi Man Utd gegn Man City í síðasta mánuði en Garnacho hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum.
Breskir fjölmiðlar greina frá því að Garnacho hafi sýnt Ruben Amorim vanvirðingu og gengið í burtu á meðan stjórinn var að ræða við hann á hliðarlínunni áður en hann kom inn á sem varamaður gegn Viktoria Plzen í Evrópudeildinni þremur dögum fyrir grannaslaginn.
Umboðsmenn Garnacho neita því að hann hafi sýnt Amorim vanvirðingu og töldu þetta vera misskilning.
Man Utd vildi ekki tjá sig um málið en heimildir telja að það sé ekkert illt á milli félagsins, Amorim og Garnacho og hann hafi ekki verið settur í kælinn. Félagið segir þó að Amorim hafi gert ákveðnar kröfur til leikmanna þegar hann tók við.
Athugasemdir