Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 20:38
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Lið úr þriðju deild sendi Mallorca heim
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það fóru þrír leikir fram í spænska Konungsbikarnum í kvöld þar sem Mallorca datt óvænt úr leik á útivelli gegn Pontevedra.

Mallorca fékk 3-0 skell gegn Pontevedra sem leikur í þriðju efstu deild þar í landi, á meðan Mallorca er að gera frábæra hluti í efstu deild og er þar í harðri baráttu um Evrópusæti.

Heimamenn í liði Pontevedra voru sterkari aðilinn í kvöld og nýttu færin sín til að tryggja verðskuldaðan sigur gegn sterkum andstæðingum.

Rayo Vallecano komst þá áfram með þægilegum sigri gegn Racing Club Ferrol þar sem Jorge de Frutos skoraði tvennu, á meðan Getafe þurfti framlengingu í hörkuslag gegn Granada.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar, þar sem Borja Mayoral, fyrrum leikmaður Real Madrid og Roma, skoraði sigurmarkið skömmu eftir að hafa komið inn af bekknum.

Getafe og Rayo Vallecano eru því komin áfram í 16-liða úrslit bikarsins ásamt Pontevedra.

Pontevedra 3 - 0 Mallorca
1-0 Dalisson De Almeida ('21 )
2-0 Pino Yelko ('49 )
3-0 Rufino Sanchez ('72 )

Ferrol 1 - 3 Rayo Vallecano
0-1 Alfonso Espino ('8 )
0-2 Jorge De Frutos Sebastian ('32 )
0-3 Jorge De Frutos Sebastian ('59 )
1-3 Alvaro Gimenez ('90 )

Granada 0 - 1 Getafe
0-1 Borja Mayoral ('93 )
Athugasemdir
banner
banner
banner