Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wolves borgar 20 milljónir fyrir Agbadou: „Here we go"
Mynd: EPA
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano hefur sett „here we go" stimpilinn sinn á félagaskipti varnarmannsins Emmanuel Agbadou til Wolves.

Agbadou er 27 ára gamall miðvörður frá Fílabeinsströndinni sem kemur til Úlfanna frá Reims í Frakklandi.

Wolves borgar í heildina um 20 milljónir evra til að klófesta þennan leikmann, sem á 11 landsleiki að baki fyrir þjóð sína.

Agbadou var leikmaður Eupen í Belgíu áður en hann gekk til liðs við Reims.

Úlfarnir eru í fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni og mun Agbadou berjast við Toti, Craig Dawson og Santi Bueno um byrjunarliðssæti í þriggja manna varnarlínu á meðan Yerson Mosquera er frá út tímabilið vegna krossbandsslita.
Athugasemdir
banner
banner
banner