Spænski bikarinn er í fullu fjöri þessa dagana og eiga stórliðin úr efstu deild útileiki í dag og í kvöld.
Real Betis, Osasuna og Sevilla mæta til leiks fyrripart dags en stórlið Barcelona, Atlético Madrid og Athletic Bilbao eiga leiki seinnipartinn.
Þar eru nokkrir áhugaverðir slagir á dagskrá þar sem Huesca, Tenerife og Almería eiga fyrstu heimaleikina og gætu strítt Betis, Osasuna og Sevilla.
Huesca, Tenerife og Almería leika öll í La Liga 2 sem er næst efsta deild á Spáni.
Stórveldin úr La Liga eiga talsvert auðveldari leiki þar sem þau heimsækja öll lið úr fimmtu efstu deild.
Barcelona spilar við Barbastro, Atlético heldur til Marbella og Athletic spilar við UD Logrones.
Leikir dagsins:
14:30 Huesca - Real Betis
15:30 Tenerife - Osasuna
16:30 Almeria - Sevilla
18:00 Barbastro - Barcelona
20:30 Marbella - Atletico Madrid
20:30 UD Logrones - Athletic Bilbao
Athugasemdir