Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 14:05
Elvar Geir Magnússon
Chris Brazell ráðinn afreksþjálfari hjá Val
Chris Brazell er tekinn til starfa hjá Val.
Chris Brazell er tekinn til starfa hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Chris Brazzell hefur verið ráðinn til Vals sem þjálfari 2. flokks karla ásamt því að hann mun sinna sérstöku afreksstarfi í elstu flokkum félagsins bæði karla- og kvennamegin.

Brazzell sem er 32 ára þjálfaði karlalið Gróttu í Lengjudeildinni á síðasta ári en hann hefur einnig þjálfað hjá Norwich á Englandi. Hann er með UEFA Pro gráðu.

„Með þessu erum við í stjórn knattspyrnudeildar að sýna að okkur er alvara þegar við segjumst vilja efla fagmennskuna í kringum fótboltann og leggja meiri áherslu á yngri flokka félagsins. Chris er einn besti æfingaþjálfari landsins og mun mynda gríðarlega sterkt teymi með Halla Heimis yfirþjálfara og Arnóri Smárasyni yfirmanni fótboltamála,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður fótboltadeildar Vals, í tilkynningu frá félaginu.

Hallgrímur Heimisson yfirþjálfari hjá Val mun taka að sér þjálfun 3. flokks karla en hann er með UEFA A-gráðu auk tveggja meistaragráða í íþróttafræði.
Athugasemdir
banner
banner
banner