Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
ÍR fær Arnór Sölva frá ÍBV (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: ÍR
Það hefur verið brjálað að gera á skrifstofunni hjá ÍR í dag þar sem félagið er búið að kynna fjóra nýja leikmenn til leiks fyrir næstu leiktíð í Lengjudeild karla.

Eftir að hafa tilkynnt komur Baldurs Páls Sævarssonar, Sigurðar Orra Ingimarssonar og Sigurðar Karls Gunnarssonar var röðin komin að Arnóri Sölva Harðarsyni.

Arnór Sölvi kemur úr röðum ÍBV þar sem hann varð Lengjudeildarmeistari í fyrra. Arnór kom við sögu í tveimur deildarleikjum og einum bikarleik með ÍBV, eftir að hafa spilað með liðinu í 5 leikjum í Bestu deildinni sumarið 2023.

Arnór er aðeins 20 ára gamall og gæti reynst mikilvægur hlekkur í liði ÍR komandi sumar.

„Við hvetjum alla ÍR-inga að fylgjast með Arnóri og nýju mönnunum annað kvöld þegar við fáum Víkinga í heimsókn í Egilshöllina! ÁFRAM ÍR!" segir meðal annars í tilkynningu frá Breiðhyltingum.

ÍR endaði í fimmta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra og tapaði gegn Keflavík í undanúrslitaleik í umspili um sæti í Bestu deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner