Það er gríðarlega mikil dramatík í viðureign Valencia gegn Real Madrid í spænska boltanum en staðan er óvænt 1-0 fyrir fallbaráttulið Valencia þegar sex mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.
Gestirnir frá Madríd eru þá einum manni færri eftir að stórstjarnan Vinícius Júnior fékk að líta beint rautt spjald fyrir að leggja hendur á andstæðing sinn sem hafði ögrað honum. Vinícius brást gríðarlega illa við rauða spjaldinu og ætlaði að vaða í dómarann en liðsfélagar hans héldu honum frá því og var hann á endanum borinn niður leikmannagöngin.
Þetta atvik átti sér stað ekki löngu eftir að Kylian Mbappé skoraði frábært mark, sem var þó dæmt af vegna rangstöðu eftir athugun með VAR. Rangstaðan var ótrúlega tæp, þar sem stóratá Mbappé gægðist innfyrir aftasta varnarmann Valencia.
Þar áður tókst Mbappé að fiska vítaspyrnu og steig Jude Bellingham á punktinn, en skaut í stöng.
Hugo Duro skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik, en það mark átti líklega ekki að standa útaf broti á Rodrygo í aðdragandanum sem VAR-teymið virðist hafa misst af.
Sjáðu beint rautt spjald á Vinícius Júnior
Sjáðu opnunarmark Valencia eftir brot á Rodrygo
Sjáðu vítaspyrnuklúður Jude Bellingham
The margins disallowing Mbappe's goal
byu/o6ohunter insoccer
???? Vinicius Jr after being sent off against Valencia.@emeroig ???? pic.twitter.com/tEDJDwKtTG
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 3, 2025
Athugasemdir