Arsenal gerði jafntefli gegn Brighton í kvöld og er fimm stigum frá toppliði Liverpool sem á tvo leiki til góða.
Ethan Nwaneri kom Arsenal yfir en Joao Pedro tryggði Brighton stig með marki af vítapunktinum.
Mikel Arteta var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn en William Saliba skallaði Joao Pedro.
„Við gáfum boltann alltof oft frá okkur í seinni hálfleik og við vorum svekktir með vítaspyrnudóminn. Ég hef aldrei ævinni séð þetta og Saliba snertir boltann, þetta var ekki víti fyrir mér," sagði Arteta.
„Við erum að spila á þriggja daga fresti. Ég skil hversu mikið við viljum vinna en hvað varðar gæði, samræmi og að gera einföldu hlutina rétt, við gerðum ekki nóg í dag."
Athugasemdir