Julen Lopetegui þjálfari West Ham hefur ekki byrjað sérlega vel við stjórnvölinn hjá félaginu en er þó fyrir ofan Tottenham og Manchester United á stöðutöflunni í ensku úrvalsdeildinni, með 23 stig eftir 19 umferðir.
Lopetegui er núna að glíma við nýtt vandamál eftir að hans besti sóknarleikmaður meiddist. Jarrod Bowen verður frá keppni næstu vikurnar og þarf þjálfarinn að finna einhverja lausn fyrir sóknarleikinn sem hefur ekki gengið sérlega vel það sem af er tímabils.
West Ham er að reyna að kaupa nýja leikmenn í janúarglugganum en þangað til vonast Lopetegui til að hinn 18 ára gamli Luis Guilherme geti stigið upp tekið við keflinu af Bowen.
Það kom á óvart þegar West Ham keypti Guilherme fyrir 25 milljónir punda síðasta sumar þrátt fyrir að leikmaðurinn hafði aðeins verið átta sinnum í byrjunarliðinu hjá Palmeiras í efstu deild í Brasilíu.
Guilherme er kantmaður sem hefur aðeins þrisvar sinnum komið við sögu með West Ham og spilað samanlagðar 20 mínútur í úrvalsdeildinni. Hann kom inn í stóru tapi gegn Liverpool rétt fyrir áramót og átti skot sem fór af andstæðingi og í stöngina.
„Luis Guilherme hefur ekki fengið mikinn spiltíma en hann er búinn að bæta sig mikið síðan hann kom til félagsins. Við höfum ákveðna tilfinningu þegar kemur að honum, hann getur gert frábæra hluti. Ég hef trú á því að hann grípi þetta tækifæri sem býðst núna til að sanna sig með liðinu," sagði Lopetegui.
„Með tímanum held ég að hann verði mjög góður leikmaður í ensku úrvalsdeildinni, það er mín skoðun. Hann er með ótrúlega gott hugarfar, hann er mikill vinnuþjarkur og er mjög hógvær. Hann er mjög klár drengur og hann leggur mikinn metnað í að bæta sig. Hann á mjög bjarta framtíð ef hann heldur áfram á sömu braut. Vonandi er sú framtíð fyrr en fólk býst við, vegna þess að við þurfum á honum að halda sem fyrst.
„Hugarfar er lykilatriði þegar kemur að fótboltamönnum. Þú þarft að hafa rétt hugarfar til að lifa af í ensku úrvalsdeildinni. Hérna eru allir ótrúlega hæfileikaríkir."
Guilherme voru fyrstu kaupin sem West Ham gerði eftir að Lopetegui tók við þjálfarasætinu, en Hamrarnir keyptu einnig Max Kilman, Crysencio Summerville, Niclas Füllkrug og Aaron Wan-Bissaka síðasta sumar, auk þess að fá Jean-Clair Todibo og Carlos Soler á lánssamningum og Guido Rodriguez og Wes Foderingham á frjálsri sölu.
Það verður áhugavert að fylgjast með Guilherme þegar West Ham heimsækir Englandsmeistara Manchester City í dag.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 19 | 14 | 4 | 1 | 47 | 19 | +28 | 46 |
2 | Arsenal | 20 | 11 | 7 | 2 | 39 | 18 | +21 | 40 |
3 | Nott. Forest | 19 | 11 | 4 | 4 | 26 | 19 | +7 | 37 |
4 | Chelsea | 20 | 10 | 6 | 4 | 39 | 24 | +15 | 36 |
5 | Newcastle | 20 | 10 | 5 | 5 | 34 | 22 | +12 | 35 |
6 | Man City | 20 | 10 | 4 | 6 | 36 | 27 | +9 | 34 |
7 | Bournemouth | 20 | 9 | 6 | 5 | 30 | 23 | +7 | 33 |
8 | Aston Villa | 20 | 9 | 5 | 6 | 30 | 32 | -2 | 32 |
9 | Fulham | 20 | 7 | 9 | 4 | 30 | 27 | +3 | 30 |
10 | Brighton | 20 | 6 | 10 | 4 | 30 | 29 | +1 | 28 |
11 | Brentford | 20 | 8 | 3 | 9 | 38 | 35 | +3 | 27 |
12 | Tottenham | 20 | 7 | 3 | 10 | 42 | 30 | +12 | 24 |
13 | Man Utd | 20 | 6 | 5 | 9 | 23 | 28 | -5 | 23 |
14 | West Ham | 20 | 6 | 5 | 9 | 24 | 39 | -15 | 23 |
15 | Crystal Palace | 20 | 4 | 9 | 7 | 21 | 28 | -7 | 21 |
16 | Everton | 19 | 3 | 8 | 8 | 15 | 25 | -10 | 17 |
17 | Wolves | 19 | 4 | 4 | 11 | 31 | 42 | -11 | 16 |
18 | Ipswich Town | 20 | 3 | 7 | 10 | 20 | 35 | -15 | 16 |
19 | Leicester | 20 | 3 | 5 | 12 | 23 | 44 | -21 | 14 |
20 | Southampton | 20 | 1 | 3 | 16 | 12 | 44 | -32 | 6 |
Athugasemdir