Það er ótrúlegt magn meiðsla sem herjar á varnarlínu Tottenham Hotspur þetta tímabilið.
Ástandið virðist ekkert vera að skána en ítalski bakvörðurinn Destiny Udogie er búinn að meiðast aftur og verður frá í sex vikur.
Hann meiðist aðeins tíu dögum eftir að hafa jafnað sig af síðustu meiðslum.
„Það lítur út fyrir að þetta verði 6 vikur fyrir Udogie og svo erum við án Bentancur því hann er í leikbanni," sagði Postecoglou fyrir hádegisleik Tottenham gegn Newcastle sem fer fram í dag.
„Enginn af meiddu strákunum er búinn að jafna sig."
Athugasemdir