Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   lau 04. janúar 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bournemouth ætlar ekki að selja þrátt fyrir áhuga stórliða
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það eru ýmsir leikmenn Bournemouth sem hafa vakið athygli á sér með góðri frammistöðu á fyrri hluta enska úrvalsdeildartímabilsins.

Þar má helst nefna varnarmennina Illya Zabarnyi, Milos Kerkez og Dean Huijsen sem hafa staðið sig frábærlega og verið orðaðir við hin ýmsu stórlið.

19 ára gamall Huijsen er sterklega orðaður við Real Madrid og 21 árs gamall Kerkez við Liverpool.

Auk þeirra hefur Antoine Semenyo hrifið og verið orðaður við Tottenham og Newcastle meðal annars.

„Það er ekki í áformum félagsins að selja leikmenn í janúar," segir Andoni Iraola þjálfari Bournemouth.

„Við viljum halda öllum leikmönnunum okkar, sérstaklega þeim sem eru að spila flesta leiki.

„Ég get ekki lofað neinu því markaðurinn er opinn og maður veit aldrei hvað getur gerst, en planið er ekki að selja neinn."

Athugasemdir
banner
banner
banner