Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Botman snýr aftur eftir langa fjarveru
Sven Botman.
Sven Botman.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn öflugi Sven Botman hefur ekki spilað fyrir Newcastle síðan hann meiddist á hné í mars á síðasta ári. En hann er loksins klár í slaginn aftur og verður mögulega með gegn Tottenham í hádeginu á morgun.

„Hann hefur lagt ótrúlega mikið á sig til að koma sér í gott stand. Hann hefur spilað með U21 liðinu og það er frábært að fá hann til baka og hafa hann leikfæran," segir Eddie Howe, stjóri Newcastle.

„Við höfum ekki verið að drífa okkur og reyna að tryggja það að hann eigi sem bestan möguleika á að halda sér heilum þegar hann kemur til baka."

Newcastle er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur unnið síðustu fimm leiki í öllum keppnum. Sjálfstraustið í liðinu ætti því að vera ansi gott.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 20 7 8 5 28 26 +2 29
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Ipswich Town 20 4 6 10 19 33 -14 18
17 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
18 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner