Arsenal gerði jafntefli gegn Brighton í kvöld og er koomið fimm stigum á eftir Llverpool í toppbaráttunni en Liverpool á tvo leiki til góða.
Liðið hefur ekki beint verið að raða inn mörkunum en Mikel Arteta var spurður að því hvort liðið þurfi að kaupa framherja í janúar.
„Við tökum ekki ákvörðun miðað við eina frammistöðu eða einn dag. Það er ekki bara það að við höfum misst marga leikmenn, við höfum þurft að nýta Ethan (Nwaneri) og Martin (Ödegaard) hefur lítið getað tekið þátt. Vonandi verðum við í betri stöðu á þriðjudaginn," sagði Arteta.
„Við getum ekki treyst á einn leikmann. Frammistaðan í seinni hálfleeik var ekki nógu gott, það vantaði upp á ýmislegt. Það er eðlilegt því flæðið var ekki það sama. Við getum gert það mun betur og það er okkar að bæta það."
Athugasemdir