Það eru jákvæðar fregnir að berast úr herbúðum Manchester United þar sem félagið er að nálgast samkomulag við kantmanninn efnilega Amad Diallo.
Samningur Diallo rennur út næsta sumar en Rauðu djöflarnir geta nýtt sér ákvæði til að framlengja samninginn um eitt ár.
Rúben Amorim telur Diallo vera gríðarlega mikilvægan part af framtíð Man Utd og telur hann það vera forgangsmál að semja við leikmanninn.
Diallo er 22 ára gamall og búinn að standa sig feykilega vel undanfarna mánuði. Hann er kominn með 4 mörk og 6 stoðsendingar í síðustu 13 leikjum í öllum keppnum.
„Við erum nálægt samkomulagi. Þetta er í höfn," sagði Amorim á fréttamannafundi í gær.
Athugasemdir