Federico Chiesa hefur ekki náð sér á strik síðan hann gekk til liðs við Liverpool frá Juventus í sumar.
Liverpool borgaði 10 milljónir punda fyrir hann en verðið gæti hækkað upp í 12 og hálfa milljón. Footmercato greinir frá því að hann sé á leið til Napoli en félögin eru að nálgast samkomulag. Þá er greint frá því að það sé klásúla í samningnum að Napoli gæti keypt hann í sumar fyrir tæpar 11 milljónir punda.
Antonio Conte, stjóri Napoli, er virkur í viðræðunum og er sagður bjartsýnn að hann muni ná því besta út úr Chiesa.
Chiesa hefur verið að berjast við meiðsli en hann hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum og lagt upp eitt mark.
Athugasemdir