Chelsea heimsækir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Enzo Maresca, stjóri Chelsea, fór yfir stöðu mála á sínu liði á fréttamannafundi í dag.
Bakvörðurinn og fyrirliðinn Reece James gæti spilað einhverjar mínútur á morgun en vegna meiðsla hefur hann bara komið við sögu í fjórum deildarleikjum.
Markvörðurinn Robert Sanchez og sóknarmaðurinn Nicolas Jackson gætu snúið aftur í byrjunarliðið og þá er stutt í að Romeo Lavia snýr aftur.
Bakvörðurinn og fyrirliðinn Reece James gæti spilað einhverjar mínútur á morgun en vegna meiðsla hefur hann bara komið við sögu í fjórum deildarleikjum.
Markvörðurinn Robert Sanchez og sóknarmaðurinn Nicolas Jackson gætu snúið aftur í byrjunarliðið og þá er stutt í að Romeo Lavia snýr aftur.
Það eru hinsvegar ekki góðar fréttir af varnarmanninum Wesley Fofana sem verður frá í mjög langan tíma að sögn Maresca. Hann virðist þó ekki þurfa að fara í aðgerð.
Fofana hefur verið mikið á meiðslalistanum og verið meira og minna meiddur síðan hann gekk til liðs við félagið frá Leicester sumarið 2022 en hann sleit krossband í júlí 2023. Hann er meiddur aftan í læri og hefur misst af síðustu sex deildarleikjum Chelsea. Hann gæti verið frá út tímabilið.
Chelsea er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar en tapaði óvænt fyrir Ipswich í síðustu umferð.
Athugasemdir