Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Oliver Kahn í viðræðum um kaup á Bordeaux
Mynd: EPA
Þýski landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Oliver Kahn er í viðræðum um kaup á franska fótboltafélaginu Bordeaux.

Kahn er í beinum samskiptum við Gerard Lopez forseta Bordeaux er þeir standa í viðræðum um eigendaskipti félagsins.

Arnaud De Carli, varaforseti Bordeaux, staðfesti þetta í viðtali við The Associated Press.

Kahn viðurkenndi þetta sjálfur í viðtali við þýska miðilinn Bild.

Bordeaux er sögufrægt félag í Frakklandi en skuldar um 120 milljónir evra og leikur í fjórðu efstu deild eftir að hafa verið dæmt niður vegna fjárhagsörðugleika.
Athugasemdir
banner
banner