Sky Sports greinir frá því að Fulham hafi hafnað kauptilboði frá brasilíska félaginu Palmeiras sem vill kaupa miðjumanninn Andreas Pereira til sín.
Palmeiras bauð í heildina 20 milljónir evra fyrir Pereira en tilboðið þótti ekki nægilega gott.
Pereira er 29 ára gamall og á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Fulham. Það er þó ákvæði í samningnum sem gerir Fulham kleift að framlengja samninginn um eitt ár.
Pereira er búinn að skora tvö mörk og gefa eina stoðsendingu í 17 úrvalsdeildarleikjum með Fulham á fyrri hluta tímabils.
Athugasemdir