Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   lau 04. janúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Spennandi slagir í London og Brighton
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem sjö leikir eru á dagskrá og hefst fjörið með afar spennandi Evrópuslag í hádeginu.

Tottenham tekur þar á móti Newcastle United og þurfa heimamenn á sigri að halda þar sem þeir eru óvænt í neðri hluta deildarinnar þrátt fyrir að vera búnir að skora mikið af mörkum.

Englandsmeistarar Manchester City eiga svo heimaleik við West Ham á meðan Chelsea heimsækir Crystal Palace í Lundúnaslag, áður en Arsenal spilar erfiðan útileik í Brighton.

Bournemouth á einnig leik við Everton í dag á meðan Aston Villa spilar við nýliða Leicester og Southampton fær Brentford í heimsókn. Einhverjir stuðningsmenn Brentford hafa kallað eftir því að Hákon Rafn Valdimarsson fái tækifæri með byrjunarliðinu gegn Southampton eftir slaka frammistöðu Mark Flekken.

Leikir dagsins:
12:30 Tottenham - Newcastle
15:00 Bournemouth - Everton
15:00 Aston Villa - Leicester
15:00 Crystal Palace - Chelsea
15:00 Man City - West Ham
15:00 Southampton - Brentford
17:30 Brighton - Arsenal
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 19 14 4 1 47 19 +28 46
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 20 7 9 4 30 27 +3 30
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 Man Utd 20 6 5 9 23 28 -5 23
14 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
18 Ipswich Town 20 3 7 10 20 35 -15 16
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner
banner