Sigurður Karl Gunnarsson er búinn að semja við ÍR eftir að hafa leikið með Árbæ í 3. deildinni í fyrra.
Sigurður Karl er öflugur varnarmaður sem var meðal bestu leikmanna 3. deildarinnar á síðustu leiktíð. Hann er að koma til ÍR í annað sinn á ferlinum eftir að hafa verið í Breiðholti 2019 og 2020.
Sigurður er 24 ára gamall og er uppalinn hjá HK. Hann hefur leikið fyrir Ými, Létti, Víði og Árbæ á ferli sínum sem fótboltamaður.
ÍR leikur í Lengjudeild karla og endaði í fimmta sæti í fyrra. Breiðhyltingar töpuðu gegn Keflavík í undanúrslitaleik umspilsins um sæti í Bestu deildinni.
Athugasemdir