Íslenski veturinn er í fullu fjöri og er lengsta undirbúningstímabil í heimi á sínum stað.
Í dag eru tveir leikir á dagskrá í A-riðli Reykjavíkurmóts karla á svipuðum tíma og undanúrslitaleikir Íslandsmótsins í futsal fara fram.
Í Reykjavíkurmótinu er keppt í Egilshöllinni, þar sem Fjölnir mætir Leikni áður en ÍR spilar við stórveldi Víkings.
Innanhúsmótið fer fram í Safamýrinni, þar sem Vængir Júpíters mæta Ísbirninum áður en sameinað lið Aftureldingar, Hvíta riddarans og Álafoss spilar við KFR frá Hvolsvelli.
Reykjavíkurmót karla - A-riðill
15:30 Fjölnir-Leiknir R. (Egilshöll)
18:30 ÍR-Víkingur R. (Egilshöll)
Íslandsmót innanhúss
14:30 Vængir Júpíters - Ísbjörninn (Safamýri)
16:00 Afturelding - KFR (Safamýri)
Reykjavíkurmót karla - A-riðill
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 1 | 1 | 0 | 0 | 6 - 1 | +5 | 3 |
2. Fjölnir | 1 | 0 | 1 | 0 | 2 - 2 | 0 | 1 |
3. Leiknir R. | 1 | 0 | 1 | 0 | 2 - 2 | 0 | 1 |
4. KR | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
5. Víkingur R. | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 6 | -5 | 0 |
Athugasemdir