Íslenski landsliðsmaðurinn, Hákon Arnar Haraldsson, var í byrjunarliði Lille þegar liðið gerði jafntefli gegn Nantes í frönsku deildinni í kvöld.
Lille var með forystuna í hálfleik en Svíinn Gabriel Gudmundsson skoraði markið. Nantes byrjaði leikinn af krafti og kom boltanum í netið snemma en markið var dæmt af vegna rangstöðu.
Nantes fékk vítaspyrnu seinna í leiknum og Matthis Albin skoraði úr henni og tryggði Nantes stig, 1-1 lokatölur. Hákon lék allan leikinn en tókst ekki að gera gæfu muninn.
Lille er í 4. sæti með 28 stig eftir 16 umferðir en Nantes er í 15. sæti með 15 stig, tveimur stigum frá fallsæti.
Athugasemdir