Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   lau 04. janúar 2025 14:49
Brynjar Ingi Erluson
Árni Elvar í Fjölni (Staðfest)
Mynd: Fjölnir
Miðjumaðurinn Árni Elvar Árnason er genginn í raðir Fjölnis frá Þór á Akureyri.

Árni er 28 ára gamall og gerir tveggja ára samning við Fjölni en hann er gríðarlega reynslumikill leikmaður sem spilaði 19 leiki með Þór í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.

Hann er uppalinn í Leikni og alls spilað 177 leiki með uppeldisfélaginu ásamt því að skora níu mörk og á einnig leiki með KB, venslafélagi Leiknis.

Fjölnismenn voru nálægt því að komast upp í Bestu deildina á síðustu leiktíð. Liðið var um tíma á toppnum í Lengjudeildinni en slæmur kafli í ágúst og tap í lokaumferðinni varð til þess að ÍBV vann deildina.

Liðið datt síðan úr leik í undanúrslitum umspilsins og voru það nágrannar þeirra í Aftureldingu sem fóru upp í fyrsta sinn í sögunni.
Athugasemdir
banner
banner