Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   lau 04. janúar 2025 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Cunha í viðræðum við Wolves um nýjan samning
Mynd: EPA
Wolves er í samningsviðræðum við framherjann eftirsótta Matheus Cunha sem hefur verið besti leikmaður liðsins á fyrri hluta tímabils.

Arsenal hefur einna mest verið orðað við Cunha en þessi fjölhæfi sóknarmaður virðist vera að skrifa undir nýjan samning.

Cunha er 25 ára gamall og með tvö og hálft ár eftir af núverandi samningi sínum við Wolves.

Úlfarnir keyptu Cunha sumarið 2023 fyrir um 35 milljónir punda og hefur hann skorað 26 mörk og gefið 13 stoðsendingar í 76 keppnisleikjum.

Hann er kominn með 10 mörk og 4 stoðsendingar í 19 leikjum á úrvalsdeildartímabilinu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 19 14 4 1 47 19 +28 46
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 20 7 9 4 30 27 +3 30
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 Man Utd 20 6 5 9 23 28 -5 23
14 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
18 Ipswich Town 20 3 7 10 20 35 -15 16
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner
banner