Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   lau 04. janúar 2025 11:38
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Tottenham og Newcastle: Son á bekknum - Fyrsti leikur Botman í tæpa tíu mánuði
Sven Botman er í liði Newcastle
Sven Botman er í liði Newcastle
Mynd: Getty Images
Tottenham og Newcastle United hefja 20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 12:30 í dag en spilað er á Tottenham Hotspur-leikvanginum í Lundúnum.

Newcastle-liðið er á góðu skriði en það hefur unnið síðustu fjóra deildarleiki sína með sjóðandi heitan Alexander Isak fremstan á vellinum.

Tottenham er á meðan án sigurs í síðustu þremur leikjum sínum og er í 11. sæti með 24 stig, átta stigum á eftir Newcastle.

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, gerir fimm breytingar frá jafnteflinu gegn Wolves. Heung-Min Son, fyrirliði liðsins, er á bekknum á meðan Timo Werner byrjar.

Fabian Schär er í banni og því ekki með Newcastle en Sven Botman kemur inn í liðið og spilar sinn fyrsta leik síðan í mars. Tino Livramento kemur þá inn fyrir Kieran Trippier.

Tottenham: Austin; Pedro Porro, Dragusin, Gray, Spence; Bergvall, Sarr, Kulusevski (c); Johnson, Solanke, Werner.

Newcastle: Dubravka; Hall, Burn, Botman, Livramento; Joelinton, Tonali, Guimaraes; Gordon, Isak, Murphy.
Athugasemdir
banner
banner
banner