Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Havertz búinn að jafna sig
Havertz var veikur gegn Brentford.
Havertz var veikur gegn Brentford.
Mynd: Getty Images
Þýski landsliðsmaðurinn Kai Havertz lék ekki með Arsenal í 3-1 sigrinum gegn Brentford á Nýársdag. Hann var frá vegna veikinda en Mikel Arteta stjóri Arsenal segir að hann sé búinn að jafna sig.

Havertz, sem hefur verið heitur að undanförnu og skoraði í tveimur leikjum þar á undan, verður því væntanlega með í leiknum gegn Brighton klukkan 17:30 á morgun.

„Þeir sem hafa verið veikir munu allir æfa í dag," sagði Arteta á fréttamannafundi.

Hann var spurður út í stöðuna á Raheem Sterling, Ben White og Takehiro Tomiyasu.

„Sterling er byrjaður að taka meiri þátt í æfingum sem eru frábærar fréttir. Sjáum hvernig málin þróast í næstu viku og þá gæti hann kannski snúið aftur vikuna á eftir. Það eru enn nokkrar vikur í Ben og Tomi nálgast endurkomu en við verðum að sjá hvernig þetta þróast og hvernig viðbrögðin verða."

Arsenal er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 20 7 8 5 28 26 +2 29
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Ipswich Town 20 4 6 10 19 33 -14 18
17 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
18 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner