Aston Villa hefur ákveðið að lána kantmanninn Lewis Dobbin til Norwich á samningi sem gildir út tímabilið. Hann var á láni hjá West Bromwich Albion á fyrri hluta tímabils en tókst ekki að skora í Championship deildinni.
Dobbin er lánaður út á afmælisdaginn sinn, en hann er 23 ára gamall í dag.
Hann leikur sem vinstri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað í fremstu víglínu eða á hægri kanti.
Dobbin á 8 mörk í 20 leikjum fyrir yngri landslið Englands en hefur aldrei fengið að spreyta sig með Aston Villa.
Hann gerði flotta hluti á láni hjá Derby County í League One tímabilið 2022-23.
Dobbin er uppalinn hjá Everton en Aston Villa keypti hann á 10 milljónir punda síðasta sumar.
Athugasemdir