Timo Werner var slakasti maður vallarins er Tottenham tapaði fyrir Newcastle United, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í Lundúnum í dag, en Football.London heldur utan um einkunnir Tottenham og Shields Gazette hjá Newcastle.
Lucas Bergvall var líflegasti maður Tottenham að mati Football.London. Hann átti þátt í marki liðsins, en var vissulega óheppinn í jöfnunarmarkinu.
Hann fær 8 fyrir frammistöðuna og var besti maður Tottenham, en Timo Werner slakastur með 4.
Shields Gazette valdi Bruno Guimaraes besta mann leiksins en hann lagði upp fyrra mark liðsins og var almennt mjög öflugur á miðsvæðinu er Newcastle vann fimmta deildarleikinn í röð.
Tottenham: Austin (7), Porro (7), Dragusin (5), Gray (7), Spence (7), Sarr (5), Bergvall (8), Kulusevski (6), Johnson (5), Solanke (7), Werner (4).
Varamenn: Reguilon (7), Son (5), Bissouma (7), Maddison (6).
Newcastle: Dubravka (7), Livramento (7), Botman (7), Burn (8), Hall (7), Tonali (7), Guimaraes (8), Joelinton (7), Murphy (7), Gordon (7), Isak (7).
Varamenn: Barnes (6).
Athugasemdir