Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   lau 04. janúar 2025 17:13
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Valdi rétta tímapunktinn til að opna markareikninginn - Leeds heldur toppsætinu
Amankwah Forson skoraði tvö í uppbótartíma fyrir Norwich
Amankwah Forson skoraði tvö í uppbótartíma fyrir Norwich
Mynd: Getty Images
Daniel James skoraði í jafntefli Leeds gegn Hull
Daniel James skoraði í jafntefli Leeds gegn Hull
Mynd: Getty Images
Leeds United heldur toppsæti B-deildarinnar eftir 26. umferðina en liðið gerði 3-3 jafntefli við Hull City á MKM-vellinum í Hull í dag.

Hull gaf Leedsurum alvöru leik. Abu Kamara kom heimamönnum yfir á 5. mínútu en Leeds tók að snúa við taflinu í þeim síðari með þremur mörkum.

Hull hefur verið í bullandi fallbaráttu á þessu tímabili, en andinn var góður. Joao Pedro minnkaði muninn á 81. mínútu og jafnaði Kamara þegar lítið var eftir af leiknum.

Svekkjandi úrslit fyrir Leeds sem hefði getað náð þriggja stiga forystu á toppnum en þarf að sætta sig við að vera einu stigi fyrir ofan Burnley.

Amankwah Forson, leikmaður Norwich, hafði gengið í gegnum markaþurrð á tímabilinu fram að leik liðsins gegn Coventry í dag en hann valdi sér rétta tímapunktinn til þess að skora.

Norwich var marki undir þegar komið var inn í uppbótartímann en þá skoraði Forson tvö mörk með nokkurra mínútna millibili og tryggði Norwich sigurinn.

Forson hafði komið inn á sem varamaður nokkrum mínútum áður og gat leyft sér að fagna fyrir framan fulla stúku af stuðningsmönnum Norwich.

Norwich er í 11. sæti með 36 stig á meðan lærisveinar Frank Lampard í Coventry eru í 15. sæti með 29 stig.

Stefán Teitur Þórðarson kom þá inn af bekknum þegar hálftími var eftir og hjálpaði sínum mönnum í Preston að ná í stig í 1-1 jafnteflinu gegn Oxford United.

Preston hefur gengið ágætlega að safna stigum í undanförnum leikjum og er nú með 30 stig í 14. sæti.

Bristol City 1 - 0 Derby County
1-0 Luke Mcnally ('19 )

Hull City 3 - 3 Leeds
1-0 Abu Kamara ('5 )
1-1 Ao Tanaka ('46 )
1-2 Daniel James ('62 )
1-3 Joel Piroe ('72 )
2-3 Joao Pedro ('81 )
3-3 Abu Kamara ('89 )

Middlesbrough 1 - 1 Cardiff City
1-0 Emmanuel Latte Lath ('12 )
1-1 Calum Chambers ('21 )

Norwich 2 - 1 Coventry
0-1 Milan van Ewijk ('24 )
1-1 Amankwah Forson ('90 )
2-1 Amankwah Forson ('90 )

Preston NE 1 - 1 Oxford United
0-1 Ruben Rodrigues ('21 )
1-1 Will Keane ('69 )

Sheffield Wed 2 - 2 Millwall
1-0 Yan Valery ('6 )
1-0 Ike Ugbo ('42 , Misnotað víti)
1-1 George Honeyman ('65 )
1-2 Ryan Wintle ('83 )
2-2 Gabriel Otegbayo ('85 )

Watford 1 - 2 Sheffield Utd
0-1 Gustavo Hamer ('13 )
1-1 Jeremy Ngakia ('20 )
1-2 Andre Brooks ('53 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 26 15 8 3 48 19 +29 53
2 Burnley 26 14 10 2 31 9 +22 52
3 Sheffield Utd 26 16 6 4 36 17 +19 52
4 Sunderland 26 14 8 4 39 22 +17 50
5 Middlesbrough 26 11 8 7 43 32 +11 41
6 West Brom 26 9 13 4 32 21 +11 40
7 Blackburn 25 11 6 8 28 23 +5 39
8 Bristol City 26 9 10 7 33 30 +3 37
9 Watford 25 11 4 10 35 36 -1 37
10 Sheff Wed 26 10 7 9 38 40 -2 37
11 Norwich 26 9 9 8 43 37 +6 36
12 Swansea 26 9 7 10 30 30 0 34
13 Millwall 25 7 9 9 24 23 +1 30
14 Preston NE 26 6 12 8 28 34 -6 30
15 Coventry 26 7 8 11 34 37 -3 29
16 QPR 25 6 11 8 27 33 -6 29
17 Oxford United 25 7 7 11 28 40 -12 28
18 Derby County 26 7 6 13 31 35 -4 27
19 Stoke City 26 6 9 11 24 32 -8 27
20 Luton 25 7 4 14 26 42 -16 25
21 Portsmouth 24 5 8 11 30 41 -11 23
22 Hull City 26 5 8 13 25 36 -11 23
23 Cardiff City 25 5 8 12 25 40 -15 23
24 Plymouth 25 4 8 13 24 53 -29 20
Athugasemdir
banner
banner
banner