Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
ÍR bætir við sig tveimur leikmönnum (Staðfest)
Lengjudeildin
ÍR fagnar marki á síðasta tímabili.
ÍR fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Páll Sævarsson og Sigurður Orri Ingimarsson hafa báðir skrifað undir tveggja ára samning við ÍR.

Baldur kemur frá Víking Reykjavík en flestir ÍR-ingar ættu að þekkja hann þar sem hann æfði með yngri flokkum ÍR og er uppalinn hjá félaginu. Baldur er að upplagi vinstri bakvörður og hefur æft með liðinu í vetur.

Sigurður er uppalinn Keflvíkingur en spilaði með Reyni Sandgerði í fyrra við góðan orðstír. Hann spilaði 16 leiki í 2. deildinni og skoraði sex mörk.

„Þetta eru gleðitíðindi fyrir okkur ÍR-inga. Við hvetjum alla að sjá þessa eðaldrengi þeyta frumraun sína í Egilshöllinni á morgun gegn Víkingi Reykjavík í Reykjavíkurmótinu," segir í tilkynningu frá ÍR.

ÍR kom á óvart í Lengjudeildinni síðasta sumar og endaði í fimmta sæti.


Athugasemdir
banner
banner