Ísold Kristín Rúnarsdóttir er gengin til liðs við Fjölni en hún skrifar undir tveggja ára samning.
Ísold er sóknarmaður fædd árið 1999. Hún er uppalin hjá Val og hefur einnig leikið með Fylki, Haukum, HK og Aftureldingu. Þá hefur hún einnig verið í háskóla í Bandaríkjunum og spilað fótbolta þar.
Þá á hún að baki 17 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
Fjölnir tilkynnti einnig að Íris Pálsdóttir hafi framlengt samning sinn við félagið til ársins 2026.
Íris er uppalin hjá félaginu en hún hefur einnig spilað með yngriflokkum Breiðabliks og FH. Þá hóf hún meistaraflokksferil sinn með KH árið 2022 áður en hún snéri aftur heim ári síðar.
Athugasemdir