Tottenham Hotspur er að ganga frá kaupum á tékkneska markverðinum Antonin Kinsky en hann kemur til félagsins frá Slavía Prag.
Kinsky er 21 árs gamall og tók við aðalmarkvarðarstöðu Slavía eftir að Jindrich Stanek meiddist illa fyrir tímabilið.
Kinsky tókst heldur betur að grípa tækifærið en hann hefur haldið tólf sinnum hreinu í deildinni og er nú að taka stökkið í ensku úrvalsdeildina.
Fabrizio Romano greinir frá því að Tottenham hafi náð munnlegu samkomulagi við Kinsky og Slavía Prag, en hann hefur fengið grænt ljóst til að ferðast til Lundúna og gangast undir læknisskoðun.
Hann mun gera það eftir leik liðsins gegn Newcastle United í dag og verður endanlega gengið frá samkomulagi í kjölfarið áður en hann skrifar undir langtímasamning.
Kinski er alnafni og sonur fyrrum markvarðarins Antonin Kinsky sem lék 5 A-landsleiki með Tékklandi frá 2002 til 2004.
Athugasemdir