Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund og Leverkusen orðuð við McAtee
McAtee er búinn að skora eitt mark á tímabilinu. Það kom í stórsigri gegn Slovan Bratislava í Meistaradeild Evrópu.
McAtee er búinn að skora eitt mark á tímabilinu. Það kom í stórsigri gegn Slovan Bratislava í Meistaradeild Evrópu.
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að þýsku stórliðin Borussia Dortmund og Bayer Leverkusen hafa mikinn áhuga á James McAtee, ungum leikmanni Manchester City.

McAtee er ósáttur með að fá ekki fleiri tækifæri með City eftir að hafa gert góða hluti á láni hjá Sheffield United síðustu tvær leiktíðir.

McAtee er 22 ára gamall sóknartengiliður sem getur einnig spilað á miðjunni eða úti á kanti.

Man City hefur engan áhuga á að selja ungstirnið sitt en hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið.

Pep Guardiola sagði í viðtali í dag að hann telji McAtee vera tilbúinn fyrir byrjunarliðsleiki með Man City og því er líklegt að leikmaðurinn fái aukin tækifæri næstu vikur.

McAtee hefur hingað til fengið að spila tæpar 30 mínútur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner